Strandgata 26-30, deiliskipulagsbreyting
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1750
2. september, 2015
Annað
Fyrirspurn
5. liður úr fundargerð SBH frá 25. ágúst sl. Valdimar Harðarson sækir um, f.h. Sérverks, að breyta deiliskipulagi reitsins í samræmi við innsend gögn. Valdimar mætti á fundinn og skýrði út gögnin.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir svör skipulags- og byggingarfulltrúa, samþykkir skipulagið og að málinu verði lokið skv. 42. gr skipulagslaga 123/2010 og gerir eftirfarandi tillögu til Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: "Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkir deiliskipulag fyrir Strandgötu 26-30 og að málinu verði lokið skv. 42 gr. skipulagslaga nr 123/2010."
Gerð grein fyrir athugasemdum Húsfélags Fjarðar til bæjarstjórnar dags. 31. ágúst 2015.
Svar

Ólafur Ingi Tómasson tók til máls, þá Adda María Jóhannsdóttir og lagði til að málinu yrði vísað aftur til skipulags- og byggingarráðs.
Ólafur Ingi Tómasson koma að andsvari við ræðu Öddu Maríu Jóhannsdóttur, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari, Pétur Óskarsson kom einnig að andsvari við ræðu Öddu Maríu Jóhannsdóttur, Adda María Jóhannsdóttir svaraði andsvari.

Gunnar Axel Axelsson tók síðan til máls, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari og lagði til að málinu yrði frestað..

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að vísa málinu aftur til skipulags- og byggingarráðs.