Hafnarfjarðarhöfn, málefni
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3401
26. febrúar, 2015
Annað
Fyrirspurn
Málefni Hafnarfjarðarhafnar tekin til umfjöllunar.
Svar

Bæjaráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Í ljósi framkominna upplýsinga telja undirritaðir bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og VG augljóst að skýra þurfi réttarstöðu starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar og leitað verði lögfræðilegs álits á því, t.d. frá innanríkisráðuneytinu, hvort stjórnarmenn í hafnarstjórn eða meirihluti hafnarstjórnar hafi umboð til þess að hlutast til um málefni einstakra starfsmanna. Eðlilegt er að það sama verði kannað með hliðsjón af öðrum stjórnum og nefndum sem bæjarstjórn skipar og felur afmörkuð verkefni.

Sérstaklega verði það skoðað og leitað álits á því hvort það samrýmist 56. grein sveitarstjórnalaga nr.138/2011 og 3. og 5. grein hafnarreglugerðar Hafnarfjarðarhafnar nr. 423/2012 sem fjallar um valdsvið og hlutverk hafnarstjórnar og hafnarstjóra, m.a. í starfsmannamálum.

Þá óska fulltrúar Samfylkingar og VG eftir skýrum svörum frá bæjarstjóra, formanni bæjarráðs og forseta bæjarstjórnar um hvort og þá hver aðkoma þeirra hefur verið að þessu máli. m.a. hvort formaður bæjarráð og forseti bæjarstjórnar hafi verið upplýstir um málið áður en um það var fjallað í bæjarráði þann 12. febrúar sl."

Gert var stutt fundarhlé.

Forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Okkur var kunnugt um að stjórn Hafnarfjarðarhafnar hefði til skoðunar og meðferðar mál er varðaði starfsmann hafnarinnar og að stjórnin naut liðsinnis og lögfræðiráðgjafar af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Við höfðum ekki aðkomu að málinu enda var það alfarið á höndum hafnarstjórnar."