Reykjanesbraut, ósk um skilti
Reykjanesbraut
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 376
11. ágúst, 2015
Annað
Fyrirspurn
Bjarni Gunnarsson óskar með tölvupósti dags. 26.02.15 f.h. Jónar Transport eftir að setja auglýsingaskilti um fyrirtækið við Reykjanesbraut. Skiltið er utan lóðar og samræmist ekki skiltareglugerð Hafnarfjarðar, sem samþykkt var af bæjarstjórn. Ef leyfa á skiltið þarf því að breyta skiltareglugerðinni. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð hafnar erindinu þar sem það er ekki í samræmi við skiltareglugerð Hafnarfjarðar. Bent er á nýtt upplýsingaskilti við Rauðhellu fyrir fyrirtæki í hverfinu. Skipulags- og byggingarráð samþykkir jafnframt að skilti við Rauðhellu/Krýsuvíkurveg verði fjarlægð jafnframt verði unnið áfram á öðrum svæðum að uppsetningu upplýsingaskilta og stök skilti utan lóða verði fjarlægð.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 197313 → skrá.is
Hnitnúmer: 10121182