Heilsueflandi samfélag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 7 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1742
18. mars, 2015
Annað
Fyrirspurn
2.liður úr fundargerð BÆJH frá 12.mars sl. Lagður fram samstarfssamningur Hafnarfjarðarbæjar og Embætti landlæknis um þróunarverkefnið "Heilsueflandi samfélag" sem undirritað var 4.3. 2015 með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Einnig lagðar fram fundargerðir starfshópsins nóvember 2014 til febrúar 2015. Bæjarráð vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi samkomulag um þróunarverkefnið "Heilsueflandi samfélag".
Svar

Rósa Guðbjartsdótir tók til máls, þá Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari sem Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir svaraði.

Guðlaug Kristjánsdóttir tók síðan til máls og tók 1. varaforseti Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir við stjórn fundarins, Adda María Jóhannsdóttir kom að andsvari, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir kom einnig að andsvari og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen þá við stjórn fundarins. Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari og tók síðan við stjórn fundarins að nýju.

Gunnar Axel Axelsson tók þessu næst til máls, Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari sem Gunnar Axel Axelsson svaraði.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 11 samhljóða atkvæðum.