Drög að heilsustefnu Hafnarfjarðar og aðgerðaáætlun liggja nú fyrir sem starfshópur hefur unnið að síðustu vikur og mánuði. Stefnan verður tilbúin til samþykktar um leið og rýni á henni hefur farið fram. Stjórnendur Hafnarfjarðarbæjar hafa þegar fengið kynningu á stefnunni og liggja athugasemdir og ábendingar frá þeim fyrir. Á tímabilinu 27. janúar ? 6. febrúar mun stefnan fara í rýni hjá öllum starfsmönnum, íbúum og öðrum áhugasömum. Stefnan verður birt á heimasíðu og samfélagsmiðlum Hafnarfjarðarbæjar og verður kallað eftir athugasemdum á netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is