Miðað við þau gögn sem lögð eru fram á fundinum þá lágu ekki fyrir kostnaðaráætlanir þegar samningur sveitarfélaga var gerður við Strætó, í maí 2014, um yfirtöku fyrirtækisins á akstursþjónustu fatlaðra. Nú er að koma í ljós að kostnaðurinn var vanáætlaður, og hefur t.d. hækkað hjá Hafnarfjarðarbæ sem er andstætt því sem stefnt var að. Því var gert ráð fyrir sömu krónutölu fyrir akstursþjónustuna í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2015 og hafði verið árið 2014. Nú er hins vegar sýnt að veruleg kostnaðaraukning hefur orðið við breytingarnar á þjónustunni og því er bæjarstjóra falið að taka upp viðræður við Strætó um kostnaðinn, hvað sé gert ráð fyrir að hann verði mikill út árið og hvernig verður farið með kostnaðaraukann.