Iðnskólinn í Hafnarfirði og Tækniskólinn, sameining
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3428
10. mars, 2016
Annað
Fyrirspurn
Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður mætti til fundarins og gerði grein fyrir niðurstöðu um hvort bænum beri að greiða reikninga vegna hluta af leigu Iðnskólans eftir að Tækniskólinn tók við rekstrinum.
Svar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar samþykkja að reikningar vegna húsaleigu verði greiddir í samræmi við minnisblað bæjarlögmanns. Áréttað er að ákvörðun um sameiningu skólanna var tekin án samráðs við bæjaryfirvöld. Bæjarstjóra er falið að halda áfram viðræðum við fulltrúa Tækniskólans og lögð er áhersla á mikilvægi öflugs iðnnáms í bæjarfélaginu.

Fulltrúar Samfylkingar greiða atkvæði gegn samþykktinni og bóka eftirfarandi ásamt áheyrnarfulltrúa VG:


Fulltrúar Samfylkingar og VG gera athugasemd við það að þrátt fyrir fyrirliggjandi rökstutt álit um að skyldur bæjarins til að greiða húsaleigu fyrir Tækniskólann ehf. á grundvelli samnings um sameiginlegan rekstur Hafnarfjarðarbæjar og ríkisins um Iðnskóla Hafnarfjarðar séu ekki lengur til staðar eftir einhliða ákvörðun ráðherra að leggja skólann niður, hafi reikningum sem bænum hafa verið sendir ekki verið mótmælt.