Þjónustugjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa, endurskoðun árið 2015
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 382
20. október, 2015
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga að endurskoðaðri þjónustugjaldskrá skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa. Fulltrúi fasteignaskráningar mætti á fundinn vegna þessa máls.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breyttri þjónustgjaldskrá fyrir sitt leyti og vísar hennir til bæjarráðs.

Skipulags- og og byggingarráð leggur jafnframt fram eftirfarandi bókun:

Á fundi skipulags- og byggingarráðs 24. febrúar 2015 var lögð fram svohljóðandi tillaga: "Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að skoðað verði hvort taka eigi stöðugjald fyrir gáma í landi bæjarins. Gjaldið miðist við tímalengd stöðunnar og stærð gámanna. Erindið var til umfjöllunar á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22.10.14, sem vísaði því til skipulags- og byggingarráðs. Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir gáma sem standa 2 mánuði eða lengur og eru þar með stöðuleyfisskyldir."

Framkvæmd:

Umhverfis- og skipulagssvið mun sjá um framkvæmdina.
Samþykktin verði kynnt vel öllum fyrirtækjum í Hafnarfirði með auglýsingum og bréflega.
Ráðið verði í 1-2 stöðugildi vegna framkvæmdarinnar (Áfram verkefnið)
Fundin verði lóð undir gáma sem eru án eigenda, ákveða þarf í samráði við lögmann Hafnarfjarðar hvað verður um innihald þeirra gáma og gámana sjálfa.

Greinagerð.
Talið er að yfir 800 gámar séu staðsettir í landi Hafnarfjarðar. Ekki eru taldir með gámar sem stoppa stutt við vegna losunar eða lestunnar. Hægt er að sækja um stöðuleyfi fyrir gám, samkvæmt gjaldskrá skipulags- og byggingarsviðs er gjald vegna stöðuleyfis fyrir gáma, hjólhýsi, ferðabíla, sumarhús o.fl. kr. 18.239- gjaldið er greitt í eitt skipti óháð lengd stöðuleyfis. Lítill hluti gáma hafa stöðuleyfi.
Tillaga skipulags- og byggingarráðs er til þess fallin að losna við sem flesta gáma af lóðum, sérstök geymslusvæði fyrir gáma og annað sem þarfnast geymslu eru til staðar á höfuðborgarsvæðinu þar af eitt í Hafnarfirði.
Ekki er um átak eða skammtímaverkefni að ræða heldur er gert ráð fyrir að árangur muni skila sér á löngum tíma því er nauðsýnlegt að verkefnið sé í föstu ferli. Óvíst er með tekjur eða kostnað af verkefninu og því nauðsýnlegt að áætla ákveðna upphæð í byrjun.
Tillagan gerir ráð fyrir ákveðnu gjaldi vegna stöðuleyfis. Ljóst er að töluverð vinna fylgir framkvæmdinni, gera má ráð fyrir að ráða þurfi í 1-2 stöðugildi eigi markmið tillögunar að ná fram að ganga. Margir gámar eru án eigenda, þ.e.a.s. eigendur finnast ekki að tilteknum gámum. Lagt er til að eftirfylgni framkvæmdarinnar verði með þeim hætti að eftir aðvaranir/dagsektir um gám án stöðuleyfis á tiltekinni lóð verði gámurinn fjarlægður á kostnað eiganda, ekki er víst að eigandi finnist og því gæti kostnaður fallið á bæinn. Kanna þarf hver réttur bæjarins er til að fjarlægja gáma af einkalóðum.

Einnig lögð fram eftirfarandi bókun:
Bílastæðagjald, hvert bílastæði utan lóðar.

Í samræmi við markmið Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins og Aðalskipulag Hafnarfjarðar um þéttingu byggðar leggur skipulags- og byggingarráð til að Þar sem sýnt er að ekki sé hægt að uppfylla bílastæðakröfur innan lóðar verði heimilt að uppfylla þær á almennum bílastæðum gegn greiðslu sérstaks gjalds. Ekki verða sérmerkt stæði á bæjarlandi í þeim tilgangi. Svipað ákvæði er í skilmálum deiliskipulags Tjarnarvalla.