Kvartmíluklúbburinn, breyting á deiliskipulagi.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 373
16. júní, 2015
Annað
Fyrirspurn
Kvartmíluklúbburinn og Ökukennarafélag Íslands óskuðu eftir að breyta deiliskipulagi á athafnasvæði sínu í Kapelluhrauni skv. meðfylgjandi gögnum. Erindið var tekið fyrir á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 1. apríl og vísað í skipulags- og byggingarráð. Skipulags- og byggingarráð samþykkti að breytingin yrði auglýst skv. 43.gr. skipulagslaga. Auglýsingatíma er lokið og 3 athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu 10.06.15 til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð felur Skipulags- og byggingarsviði að skilgreina nánar lóðir á uppdrætti og gera tillögu að svörum við athugasemdum.