Flatahraun 29, stjórnsýslukæra
Flatahraun 29
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 371
19. maí, 2015
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram stjórnsýslukæra Sigríðar Önnu Þorgrímsdóttur og Gylfa Sveinssonar varðandi álagningu fasteignagjalda og skráningu íbúðarhúsnæðis á athafnasvæði. Samkvæmt Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 eru ekki heimilar íbúðir á athafnasvæðum. Þó er unnt að gera ráð fyrir íbúðum tengdri starfsemi fyrirtækja, svo sem húsvarðaríbúðum og starfsmannaíbúðum sbr. 3 mgr. 1. gr. laga um lögheimili nr. 21/1990 m.s.br. Samsvarandi ákvæði var í skipulagsreglugerð nr. 400/1998. Skipulags- og byggingarfulltrúi vísaði erindinu 22.04.15 til skipulags- og byggingarráðs.
Svar

Skipulags- og byggingarráð synjar breyttri skráningu. Samkvæmt Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 eru ekki heimilar íbúðir á athafnasvæðum. Þó er unnt að gera ráð fyrir íbúðum tengdri starfsemi fyrirtækja, svo sem húsvarðaríbúðum og starfsmannaíbúðum sbr. 3 mgr. 1. gr. laga um lögheimili nr. 21/1990 m.s.br. Samsvarandi ákvæði var í skipulagsreglugerð nr. 400/1998.