Stapahraun 11, fyrirspurn um stækkun
Stapahraun 11
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 601
28. júní, 2016
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram bréf skipulagsstofnunar dags. 09.06.2016, varðandi deiliskiplag Stapahrauns 11-12. Jafnframt lög fram greingerð skipulagsfulltrúa dags 27.06.2016 varðandi athugasemdir með vísan til gr. 5.3.1 123/2010.
Tekið fyrir að nýju tillaga Nexus arkitekta að deiliskipulagi lóðanna 11-12 við Stapahraun. Skipulags- og byggingarráð samþykkti þann 03.11.2015, fyrirliggjandi tillögu og heimilaði að hún yrði auglýst skv. 43. grein skipulgaslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 28.12.2015-08.02.2016. Ein athugasemd barst dags. 05.02.2016. Svör skipulagsfulltrúa við athugasemdum dags 04.03.2016 ásamt uppdrætti var samþykkt á fundi ráðsins þann 08.03.2016. Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 09.06.2016, samþykkir skipulags- og byggingarráð erindi Kaffibrennslu Hafnarfjarðar á ný ásmat greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 27.06.2016.
Svar

Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
Með vísan til bréfs Skipulagsstofnunar dags. 09.06 2016, greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 27.06.2016, og deiliskipulagsuppdrátt NEXUS arkitekta samþykkir bæjarráð í umboði bæjarstjórn Hafnarfjarðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Stapahrauns 11-12 með vísan til 43. gr. 123/2010. Í breytingunni felst að lóðirnat Stapahraun 11 og Stapahraun 12 verða sameinaðar, nýtingarhlutfall hinnar sameinuðu lóðar verður 0,75 og götustæði styttist.