Endurfjármögnun - tillaga um úttekt á kostnaðarþáttum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3406
7. maí, 2015
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram eftirfarandi tillaga sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar vísaði til bæjarráðs á fundi sínum 29. apríl sl.
,,Bæjarstjórn samþykkir að endurskoðandi Hafnarfjarðarbæjar geri úttekt á framkvæmd samnings um ráðgjöf við endurfjármögnun.
Í endurskoðunarskýrslu KPMG 2014, kafla 2.3 segir:
Við viljum benda bæjarstjórn á að samkvæmt sveitarstjórnarlögum er óheimilt að víkja frá fjárhagsáætlun nema bæjarstjórn hafi áður samþykkt viðauka við áætlunina. Sé tekin ákvörðun um að stofna til útgjalda eða um aðrar fjárhagslegar ráðstafanir umfram áður samþykktar heimildir í fjárhagsáætlun er mikilvægt að samhliða þeirri ákvörðun sé gerður viðauki við fjárhagsáætlun í samræmi við ákvörðunina. Í viðauka skal fjárheimilda aflað og ennfremur ákvarðað hvernig útgjöldunum skuli mætt og útfærðar aðrar viðeigandi breytingar vegna þeirra liða áætlunarinnar sem ákvörðunin tengist. Þetta á jafnt við um breytingar sem snúa að áætlun rekstrar og áætluðu sjóðstreymi. Samkvæmt upphaflega samþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 var gert ráð fyrir lántöku að fjárhæð 1.000 millj. kr. í A og B hluta. Ekki var gerður viðauki við áætlunina í tengslum við endurfjármögnun lántímalána sveitarfélagsins. Að okkar mati er mikilvægt að farið sé að ákvæðum 63. gr. sveitarstjórnarlaga og að ákvarðanir bæjarstjórnar af þessu tagi séu færðar í fjárhagsáætlun með viðauka.
Í aðdraganda framangreindrar lántöku var þann 10. maí 2013 gerður samningur við ráðgjafafyrirtæki um ráðgjöf og aðra aðstoð í tengslum við endurfjármögnun á láni sveitarfélagsins frá FMS Wertmanagement (áður Depfa Bank). Auk þess voru gerðir viðaukar við framangreindan samning um meiri þjónustu. Alls kostaði ráðgjöf fyrirtækisins 131 milljón króna. Upphæðin hefur veruleg áhrif á niðurstöðu ársreiknings 2014. Óskað er eftir því að endurskoðandi sveitarfélagsins geri úttekt á því hvernig staðið var að gerð samnings við ráðgjafarfyrirtækið. Skal úttektin meðal annars ná til eftirfarandi atriða:
hvort viðeigandi umboðs hafi verið aflað til að skuldbinda sveitarfélagið með samningnum hvort aflað hafi verið heimilda fyrir útgjöldum samkvæmt samningnum í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins hvort farið hafi verið að innkaupareglum sveitarfélagsins við samningsgerðina hvort stjórnsýsla sveitarfélagsins hafi verið virt að öðru leyti í tengslum við samningsgerðina hvaða úrræða bæjarstjórn getur gripið til, hafi verið verulegir annmarkar á því hvernig samningurinn komst á hvort nauðsynlegt sé að endurskoða eða skýra betur stjórnsýslu sveitarfélagsins og/eða þær reglur sem tengjast samningagerð af þessu tagi."
Svar

Bæjarráð samþykkti með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu.

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs legggja fram eftirfarandi bókun:

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og VG benda á að í texta tillögunnar er vísað í ábendingu frá endurskoðanda sem snýr að gerð viðauka við fjárhagsáætlun en hefur ekkert að gera með inntak þeirrar tillögu sem hér er lögð fram. Ekki liggur því fyrir hvaða tilgangi málið eigi að þjóna öðrum en þeim að skapa tortryggni og grafa undan þeim mikla og jákvæða árangri sem markviss vinna við endurskipulaningu í rekstri og endurfjármögnun langtímalána skilaði á síðasta kjörtímabili. Fulltrúar minnihlutans sitja því hjá við afgreiðsluna."