Kristinn Andersen vék hér af fundi.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gera athugasemd við hversu seint þessar upplýsingar eru framkomnar. Af umræðu um stofnun nýs grunnskóla mátti ljóst vera að upplýsinga var óskað áður en málið kæmi til afgreiðslu í bæjarstjórn þann 22. júní sl. Við gerum einnig athugasemd við þau svör sem hér eru lögð fram en með þeim er einungis hluta fyrirspurna okkar frá 14. júní sl. svarað. Í samræmi við IV. kafla sveitarstjórnarlaga nr. 28/2011 um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna er það skýlaus réttur kjörinna fulltrúa að óska eftir upplýsingum til að geta tekið upplýstar ákvarðanir í sínum störfum. Það hlýtur að teljast í hæsta máta óeðlilegt að einungis sé svarað hluta þeirra spurninganna sem lagðar voru fram af fulltrúum minnihlutans.