Heimasíða Hafnarfjarðarbæjar, notkun
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3406
7. maí, 2015
Annað
Fyrirspurn
Notkun á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar tekin til umfjöllunar. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn: "Í ljósi þess að opinber heimasíða sveitarfélagsins hefur að undanförnu verið notuð sem einhliða málgagn fulltrúa meirihlutans, óska fulltrúar minnihlutans í bæjarráði eftir upplýsingum um hvaða reglur gilda um fréttir og miðlun á opinberri heimasíðu sveitarfélagsins. Sérstaklega er óskað upplýsinga um hvort það teljist eðlilegt að heimasíða bæjarins sé notuð fyrir álit og samþykktir meirihlutans og túlkun hans á umdeilanlegum málum. Ef sú notkun á heimasíðu bæjarins telst eðlileg og innan reglna óska fulltrúar minnihlutans eftir svörum við því hvort álit og samþykktir minnihlutans eigi þá ekki jafn mikið erindi á þessum vettvangi"
Svar

Lagt fram eftirfarandi svar við framkominni fyrirspurn:

"Engin breyting hefur orðið á reglum eða verklagi við heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar. Nýr vefur bæjarins er í undirbúningi og er eðlilegt að ræða í þeirri vinnu áherslur í framsetningu efnis sem birt er á vefnum."

Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna ítreka framkomna fyrirspurn og óska eftir kynningu á reglunum og framkvæmd þeirra á næsta bæjarráðsfundi.

Formaður bæjarráðs bókar að fyrir hefur legið að upplýsingafulltrúi komi og kynni nýja heimasíðu fyrir bæjarráði.