Bæjarhraun, Fjarðarhraun, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1764
27. apríl, 2016
Annað
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð SBH frá 19.apríl sl. 1505082 - Bæjarhraun, Fjarðarhraun, breyting á deiliskipulagi Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 23. febrúar að auglýsa breytingu á deiliskipulagi við Bæjarhraun samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsingatíma er lokið og barst ein athugasemd. Lögð fram umsögn vegna athugasemda.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir framlagða umsögn vegna athugasemdanna og felur umhverfis- og skipulæagsþjónustu að ljúka máli skv. 43. gr. skipulagslag nr. 123/2010. Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti á fundinn vegna þessa máls.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson og leggur fram eftirfarandi tillögu:
" "Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag við Bæjarhraun og málinu verði lokið samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn samþykkir að gerður verður samningur um úthlutun þessa svæðis þar sem skilyrði séu gerð um að Hafnarfjarðarbær geti leyst til sín landið án kvaða, skuldbindinga eða bótaskyldu. Innlausn væri gerð með 6 mánaða fyrirvara."

Samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.