Bæjarhraun, Fjarðarhraun, breyting á deiliskipulagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 590
9. febrúar, 2016
Samþykkt
Fyrirspurn
Lögð fram á ný endurskoðuð dags. 8. febrúar 2016 tillaga að breytingu á deiliskipulagi þar sem bílastæðum er komið fyrir. Skipulags- og byggingarráð óskaði 19.05.15 eftir umsögnum frá fyrirtækjum í götunni um þörf bílastæða. Áður lagðar fram umsagnir margra aðila við götuna. Erindið var síðast tekið fyrir á fundi ráðsins þann 12.01.2016.
Svar

Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytta tillögu að deiliskipulagi og vísar til afgreiðslu sinnar á fundi ráðsins 12. janúar sl.
Skipulags- og byggíngarráð áréttar að breytingin felur í sér að komið verður fyrir almennum bílastæðum en ekki til einkanota og verður því óheimilt að sérmerkja stæðin. Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt og Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri mættu á fundinn vegna þessa máls.