Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, þróunaráætlun 2015-2018
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1746
27. maí, 2015
Annað
Fyrirspurn
8.liður úr fundargerð SBH frá 19.maí sl. Tekin til umræðu Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015-2018. Svæðisskipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum þann 17. apríl 2015 að senda tillögu sína að fyrri hluta þróunaráætlunar höfuðborgarsvæðisins 2015-2018 til afgreiðslu hjá sveitarfélögunum og að sveitafélögin taki mið af þróunaráætluninni í sínum aðgerðum í skipulags- og byggingarmálum. Skipulags- og byggingarráð samþykkir áætlunina og vísar henni til samþykktar í bæjarstjórn.
Svar

Ólafur Ingi Tómasson tók til máls, þá Guðlaug Kristjánsdóttir og tók 1. varaforseti Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir við stjórn fundarins á meðan.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2015 - 2018 með 11 samhljóða atkvæðum.