Gunnar Axel Axelsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðar tekur undir umsögn Reykjavíkurborgar vegna frumvarps til breytinga á lögum um veiðigjöld (692.mál)og gerir hana að sinni."
Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari og lagði jafnframt til að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.
Ólafur Ingi Tómasson tók þá til máls, síðan Gunnar Axel Axelsson öðru sinni, Ólafur Ingi Tómasson kom að andsvari við ræðu Gunnars Axels Axelssonar, Gunnar Axel Axelsson svaraði andsvari.
Guðlaug Kristjánsdóttir tók þessu næst til máls og tók 2. varaforseti Kristinn Andersen við stjórn fundarins á meðan, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari, Gunnar Axel Axelsson kom að andsvari öðru sinni, Guðlaug Kristjánsdóttir svaraði andsvari öðru sinni.
Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins á ný.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti með 6 samhljóða atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögu til bæjarráðs.
Gunnar Axel Axelsson kvaddi sér hljóðs vegna fundarstjórnar forseta.