Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagðan þjónustusamning.
Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.
Einnig tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls og leggur fram eftirfarandi tillögu að breytingu á fyrirliggjandi þjónustusamning:
Bæjarfulltrúi Bæjarlistans leggur til að ákvæði um tilgang og eðli ferða fatlaðs fólks verði tekin út úr samningum um ferðaþjónustu á vegum sveitarfélagsins.
Ákvæði eins og í fyrirliggjandi samningi, þar sem segir: ,,Tilgangurinn er að gera þeim kleift að leggja stund á nám, sækja vinnu, heilbrigðisþjónustu, hæfingu og endurhæfingu og taka þátt í tómstundum."
Undirrituð leggur til að þessi setning verði tekin út úr plagginu eða mögulega skipt út fyrir texta á borð við: ,,Tilgangurinn er að gera þeim kleift að komast leiðar sinnar."
Einnig leggur undirrituð til að sambærilegar setningar af sama meiði rati ekki inn í framtíðarsamninga um ferðafrelsi fatlaðs fólks í sveitarfélaginu.
Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir og svarar Guðlaug andsvari.
Helga Ingólfsdóttir víkur af fundi kl. 15:46 og í hennar stað mætir Gubjórg Oddný Jónasdóttir.
Forseti ber upp tillögu um að framkominn tillaga ásamt þjónustusamningnum verði vísað til fræðsluráðs til skoðunar. Er tillagan samþykkt samhljóða.