Blindrafélagið, lögblindir íbúar Hafnarfjarðar, ferðaþjónusta, útfærsla og fyrirkomulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1843
4. mars, 2020
Annað
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð fjölskylduráðs frá 28.febrúar sl. Drög að þjónustusamningi um ferðaþjónustu fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem eru greindir lögblindir liggur fyrir fundinum. Auk kostnaðarmats á þjónustunni.
Fjölskylduráð samþykkir þjónustusamning um ferðaþjónustu fyrir íbúa Hafnarfjarðar sem eru greindir lögblindir. Samningurinn sendur til staðfestingar í bæjarstjórn
Svar

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða framlagðan þjónustusamning.

Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir.

Einnig tekur Guðlaug Kristjánsdóttir til máls og leggur fram eftirfarandi tillögu að breytingu á fyrirliggjandi þjónustusamning:

Bæjarfulltrúi Bæjarlistans leggur til að ákvæði um tilgang og eðli ferða fatlaðs fólks verði tekin út úr samningum um ferðaþjónustu á vegum sveitarfélagsins.
Ákvæði eins og í fyrirliggjandi samningi, þar sem segir: ,,Tilgangurinn er að gera þeim kleift að leggja stund á nám, sækja vinnu, heilbrigðisþjónustu, hæfingu og endurhæfingu og taka þátt í tómstundum."
Undirrituð leggur til að þessi setning verði tekin út úr plagginu eða mögulega skipt út fyrir texta á borð við: ,,Tilgangurinn er að gera þeim kleift að komast leiðar sinnar."
Einnig leggur undirrituð til að sambærilegar setningar af sama meiði rati ekki inn í framtíðarsamninga um ferðafrelsi fatlaðs fólks í sveitarfélaginu.

Til andsvars kemur Helga Ingólfsdóttir og svarar Guðlaug andsvari.

Helga Ingólfsdóttir víkur af fundi kl. 15:46 og í hennar stað mætir Gubjórg Oddný Jónasdóttir.

Forseti ber upp tillögu um að framkominn tillaga ásamt þjónustusamningnum verði vísað til fræðsluráðs til skoðunar. Er tillagan samþykkt samhljóða.