Hafnarstjórn - 1471
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3409
18. júní, 2015
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 11.6. sl.
Svar

Lagt fram til kynningar. 15.1. 1506196 - Hávaði frá skipum í höfninni Farið yfir umkvartanir vegna hávaða frá skipum í höfninni. Hafnarstjóra er falið að láta skilgreina og kostnaðarmeta afgreiðsluvirki fyrir rafmagn til að hægt verði að leysa ljósavélar skipanna af og þ.a.l. koma til móts við íbúa og viðskiptavini.
Hafnarstjórn mun vinna að farsælli lausn á þessum málum.
15.2. 1504475 - Starfsmannamál 2015 Hafnarstjóri kynnti málefni starfsmanna hjá höfninni. 15.3. 1503412 - Samningur Hafnarfjarðarhafnar og Eimskips um Óseyrarbraut 22 Hafnarstjóri upplýsti hafnarstjórn um samskipti við Nordik lögmannsþjónustu vegna erindis þeirra frá mars 2015 15.4. 1501477 - Starfsmannamál. Gylfi Ingvarsson leggur fram eftirfarandi tillögu í samráði við Sigurberg Árnason (fjarverandi):

Hafnarstjórn samþykkir að gerð verði óháð stjórnsýsluúttekt á meðferð meirihluta Hafnarstjórnar auk aðkomu bæjarstjóra vegna viðtals við starfsmann Hafnarfjarðarhafnar, laugardaginn 15. nóv. 2014 kl. 11, sem fram fór á bæjarskrifsofunni, og allri meðferð meirihluta Hafnarstjórnar og bæjarstjóra í framhaldi eins og viðtöl og bréfaskriftir í nafni Hafnastjórnar. Sérstaklega verði kannað hvort bréf hafa verið afhent starfsmanni í nafni Hafnastjórnar án þess að hafa verið lögð fyrir Hafnarstjórn eða til kynningar eða samþykktar, sem og hvort Hafnarstjórn hafi borist erindi vegna málsins sem ekki hafi verið lögð fyrir Hafnarstjórn. Stjórnsýsluúttektin fjalli um alla meðferð málsins og niðurstöður hennar verði lagðar fyrir Hafnarstjórn.
Gylfi Ingvarsson
Meirihluti hafnarstjórnar hafnar tillögunni og vísar í bókun samþykkta í bæjarstjórn 4. 3. 2015.