Strandgata 31-33, krafa um stöðvun framkvæmda.
Strandgata 31
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 565
10. júní, 2015
Annað
Fyrirspurn
Ellert Gissurarson og Selma Björk Petersen senda bréf til skipulags- og byggingarráðs dags. 05.06.2015. Þau gera kröfu um stöðvun framkvæmda við breytingar á húsinu, þar sem leyfi til framkvæmda hafi ekki verið gefið út og breyting úr skrifstofuhúsnæði í íbúðir hafi ekki verið heimiluð. Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 16.04.15 varðandi kærur á skipulagið. Ógildingu skipulagsins er hafnað.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi upplýsir að byggingarleyfi var gefið út 22.04.2015 í samræmi við deiliskipulagsbreytingu sem öðlaðist staðfestingu 21.01.2015, þar sem notkun hússins er breytt.