Klukkuvellir 1 ólöglegar framkvæmdir.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 566
16. júní, 2015
Annað
Fyrirspurn
Borist hefur tilkynning um að verktaki hafi með jarðvegsframkvæmdum farið inn á hverfisverndað svæði. Deiliskipulagsbreyting hefur ekki verið samþykkt, og framkvæmdir eru út fyrir þau mörk sem sú breyting sýnir. Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði dagsketir á framkvæmdaaðila kr. 20.000 á dag frá og með 15.06.2015 í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr. 160/2010, verði framkvæmdir ekki stöðvaðar fyrir þann tíma. Jafnframt var framkvæmdaaðila gert skylt að bæta skemmdir sem unnar hafa verið utan lóðar á hverfisvernduðu hrauni. Málið var til umræðu í Skipulags- og byggingarráði.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi vísar erindinu til Skipulags- og byggingarráðs. Bent er á ákvæði 55. gr. skipulagslaga nr. 123/2010: Refsiábyrgð. - Brot gegn lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.