Sumarleyfi bæjarstjórnar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1748
24. júní, 2015
Annað
‹ 7
8
Fyrirspurn
Fundarstjóri kynnti eftirfarandi tillögu: "Bæjarstjórn samþykkir að bæjarráð annist fullnaðarafgreiðslu allra mála meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar 2015 stendur í júlí og ágúst 2015 með vísan til 8.gr. samþykktar um stjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar."
Svar

Gunnar Axel Axelsson tók til máls.

Að ósk bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs var gert fundarhlé kl. 17:55 - 18:10.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 7 atkvæðum gegn 4.

Adda María Jóhannsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnr græns framboðs:
"Samkvæmt 8. grein samþykkta Hafnarfjarðarkaupstaðar er bæjarstjórn heimilt að fella niður fundi í allt að tvo mánuði. Það er óásættanlegt með öllu að bæjarstjórn samþykki sumarleyfi og framselji umboðs sitt umfram þau mörk og án þess að fyrir liggi hver endanleg tímamörk á þeirri ráðstöfun séu. Það er ekki hefð fyrir því að sú ákvörðun sé ótímabundin, heldur liggi fyrir þegar bæjarstjórn fer í sumarleyfi hvenær fyrsti bæjarstjórnarfundur að því loknu skuli haldinn."

Að ósk bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar var gert fundarhlé kl.18:15 - 18:24.

Fundarstjóri áréttar að vegna fjrveru þriggja forseta bæjarstjórarinnar hefur ekki verið gengið frá því hvenær í ágústmánuði bæjarstjórn kemur aftur til reglulegs fundar. Forsetar og oddvitar stjórnmálaflokkanna munu á næstu dögum ganga frá því og hafa samráð um hvenær sumarleyfi bæjarstjórnar líkur.