Gunnar Axel Axelsson tók til máls.
Að ósk bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs var gert fundarhlé kl. 17:55 - 18:10.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti fyrirliggjandi tillögu með 7 atkvæðum gegn 4.
Adda María Jóhannsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri hreyfingarinnr græns framboðs:
"Samkvæmt 8. grein samþykkta Hafnarfjarðarkaupstaðar er bæjarstjórn heimilt að fella niður fundi í allt að tvo mánuði. Það er óásættanlegt með öllu að bæjarstjórn samþykki sumarleyfi og framselji umboðs sitt umfram þau mörk og án þess að fyrir liggi hver endanleg tímamörk á þeirri ráðstöfun séu. Það er ekki hefð fyrir því að sú ákvörðun sé ótímabundin, heldur liggi fyrir þegar bæjarstjórn fer í sumarleyfi hvenær fyrsti bæjarstjórnarfundur að því loknu skuli haldinn."
Að ósk bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar var gert fundarhlé kl.18:15 - 18:24.
Fundarstjóri áréttar að vegna fjrveru þriggja forseta bæjarstjórarinnar hefur ekki verið gengið frá því hvenær í ágústmánuði bæjarstjórn kemur aftur til reglulegs fundar. Forsetar og oddvitar stjórnmálaflokkanna munu á næstu dögum ganga frá því og hafa samráð um hvenær sumarleyfi bæjarstjórnar líkur.