Bæjarráð fagnar því að út sé komin ítarleg greining á stöðu íþróttamála og samninga við íþróttafélögin. Um er að ræða mjög þarfa úttekt og verður hún mikilvægur grunnur að endurskoðun á samningum þarna um.
Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúi R3 vildi koma því á framfæri við bæjarráð að enginn starfsmaður fyrirtækisins hafi verið á fundi í Ráðhúsi Hafnarfjarðar 15. nóvember 2014 eins og ítrekað hefur verið fullyrt í fjölmiðlum, nú síðast á bls. 2 í Fréttablaðinu 15. júní sl."