Bæjarhraun 24, kvörtun vegna aðkomu
Bæjarhraun 24
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 566
16. júní, 2015
Annað
Fyrirspurn
Sveinbjörn Jónsson Möndull verkfræðistofa gerir athugasemd fyrir hönd viðskiptavinar við breytingu á húsinu Bæjarhraun 24 vegna samþykkis á hurðum sem snúa að Kaplahrauni. Farið er fram á að viðkomandi byggingarleyfi sé afturkallað þar sem grenndarkynna hefði átt erindið.
Svar

Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar erindinu. Ekki er ljóst af bréfinu hver viðskiptavinurinn er eða hvort hann á hagsmuna að gæta. Ekki er heldur fallist á að neinir hagsmunir nágranna séu skertir með þessu og bent á að húsið er á iðnaðarsvæði þar sem vænta má umferðar. Samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef leyfisskyld framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

220 Hafnarfjörður
Landnúmer: 120250 → skrá.is
Hnitnúmer: 10030037