Skipulags- og byggingarfulltrúi synjar erindinu. Ekki er ljóst af bréfinu hver viðskiptavinurinn er eða hvort hann á hagsmuna að gæta. Ekki er heldur fallist á að neinir hagsmunir nágranna séu skertir með þessu og bent á að húsið er á iðnaðarsvæði þar sem vænta má umferðar. Samkvæmt 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef leyfisskyld framkvæmd varðar ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.