Stjórnskipulag, tillaga að breytingum
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 376
11. ágúst, 2015
Annað
Fyrirspurn
Bæjarstjóri mætir á fundinn og gerir grein fyrir stjórnkerfisbreytingum, sem samþykktar voru á fundi bæjarstjórnar 29.06.2015.
Svar

Bæjarstjóri kynnti stjórnsýslubreytingar.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar Samfylkingar og VG vísa í og ítreka bókun minnihlutans undir 13. lið bæjarráðsfundar 16.07.2015. Bókun frá fundi bæjarráðs 16.07.2015: Fulltrúar minnihlutans ítreka athugasemdir sínar við ólýðræðisleg vinnubrögð fulltrúa meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í málinu og hvernig þeir hafa valið að standa að ákvörðunum sínum og framkomu gagnvart starfsfólki bæjarins."

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartar Framtíðar hafna því alfarið að ólýðræðislega hafi verið staðið að þeim stjórnsýslubreytingum sem hér voru kynntar. Með samþykkt nýs stjórnskipulags Hafnarfjarðarbæjar er mikilvægum áfanga náð í að auka skilvirkni innan stjórnsýslu Hafnarfjarðar. Skipulagsbreytingarnar munu leiða til betri nýtingar á starfskröftum, auka samlegð verkefna og bæta þjónustu við bæjarbúa. Aðkoma kjörinna fulltrúa að starfsmannamálum takmarkast í samræmi við samþykktir bæjarins við ráðningu bæjarstjóra og aðra starfsmenn í æðstu stjórnunarstöðum.