Fulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað:
Fulltrúar minnihlutans ítreka athugasemdir sínar við ólýðræðisleg vinnubrögð fulltrúa meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í málinu og hvernig þeir hafa valið að standa að ákvörðunum sínum og framkomu gagnvart starfsfólki bæjarins.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar óska bókað:
Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar harma það að fulltrúar minnihlutans hafi ákveðið að segja sig frá vinnu við úttektir á greiningu og rekstri bæjarins sem brýnt var að ráðast í vegna slæmrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins.