Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3425
28. janúar, 2016
Annað
Fyrirspurn
Fundur með heilbrigðisráðherra 10. des. 2015.
Svar

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna legga fram svohljóðandi bókun:
Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG gera alvarlega athugasemd við það að bréf frá ráðherra dags. 30. nóvember sl. hafi ekki ekki verið lagt fram til kynningar í bæjarráði og ekki tekið til efnislegrar umræðu í fjölskylduráði sem er þó það fagráð sem um málið ætti að fjalla. Gerum við einnig athugasemd við það að bæjarstjóri hafi ekki upplýst bæjarráð um fund sem haldinn var 10. desember sl. í velferðarráðuneytinu og tveir bæjarfulltrúar meirihlutans sátu ásamt bæjarstjóra. Þessi vinnubrögð koma í veg fyrir eðlilegt upplýsingastreymi og samráð, bæði gagnvart bæjarstjórn og bæjarbúum. Þau ganga þvert gegn því markmiði að auka gegnsæi í ákvörðanartöku.


Bæjarstjóri óskar að eftirfarandi verði fært til bókar vegna bókunar minnihlutans um fund bæjarstjóra með heilbrigðisráðherra:

Bæjarstjórn hefur skipað verkefnastjórn um byggingu hjúkrunarheimilis við Sólvang. Á næsta fundi verkefnastjórnarinnar, sem haldinn var eftir fund bæjarstjóra með ráðherra, mætti bæjarstjóri og gerði verkefnastjórninni grein fyrir umræddu bréfi og fundi með ráðherra. Sú fundargerð fór síðan fyrir fjölskylduráð.