Til máls tekur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Til andsvars kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kemur að stuttri athugasemd. Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi kemur að stuttri athugasemd. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir kemur að stuttri athugasemd. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir gerir stutta athugasemd.
Við fundarstjórn tekur 2. varaforseti Kristinn Andersen.
Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir kemur til andsvars öðru sinni. Bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari öðru sinni.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Guðlaug Kristjánsdóttir.
Við fundarstjórn tekur Guðlaug Kristjánsdóttir forseti.
Framlagður samningur er samþykktur af bæjarstjórn Hafnarfjarðar með 11 samhljóða atkvæðum.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir og gerir grein fyrir atkvæði sínu og leggur fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna: "Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna harma það hvernig fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar hafa staðið að málum varðandi uppbyggingu á hjúkrunarheimili í Hafnarfirði. Þrátt fyrir margra ára undirbúningsvinnu og umtalsverða fjárfestingu ákvað meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks strax í upphafi þessa kjörtímabils að rjúfa þá þverpólitísku samstöðu sem verið hafði um byggingu hjúkrunarheimilis, heilsugæslu og þjónustuíbúða fyrir aldraða á Völlum allt frá árinu 2006, og setti þar með verkefnið á byrjunarreit. Ef haldið hefði verið áfram með þau áform hefði það styrkt mjög þjónustu í þessu stóra og mest ört vaxandi hverfi bæjarins. Nú er ekki útlit fyrir að nýtt hjúkrunarheimili opni fyrr en í fyrsta lagi á vormánuðum 2018 og engin áform eru um heilsugæslu eða þjónustuíbúðir á Völlum. Ein meginforsenda fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar varðandi uppbyggingu á Sólvangi var að fara í endurbætur á gamla húsinu og fjölga rýmum. Innanríkisráðuneytið hefur hins vegar hafnað öllum slíkum áformum og ekkert sem bendir til að sú ákvörðun verði endurskoðuð að sinni. Það er sorglegt að horfa upp á þá meðferð sem málið hefur fengið af hálfu fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar. Verkefnið hefur tafist fram úr hófi og þjónustuuppbygging á Völlum slegin út af borðinu. Gífurlegir fjármunir hafa tapast og hugmyndum um fjölgun rýma verið hafnað af hálfu ráðuneytis. Þá hafa rými íbúa verið minnkuð um 10 fermetra frá því sem gert var ráð fyrir í eldri samningi. Þrátt fyrir þá forkastanlegu meðferð sem málið hefur fengið er okkur ljóst að þörf Hafnfirðinga fyrir nýtt hjúkrunarheimili er brýn. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna hafa ekki hug á því að fara í sömu pólitísku skotgrafirnar og fulltrúar meirihlutans hafa gert í þessu máli og draga þannig uppbyggingu á nýju hjúkrunarheimili. Við munum ekki standa í vegi fyrir þessum samningi og greiðum honum atkvæði okkar í þeirri von að málið tefjist ekki lengur en það hefur nú þegar gert."
Gert fundarhlé kr. 15:29. Bæjarfulltrúi Einar Birkir Einarsson víkur af fundi kl. 15:42. Fundi framhaldið kl. 16:03.
Til máls tekur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir og leggur fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks: "Fulltrúar Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokksins fagna þeim árangri sem náðst hefur við endurskoðun samnings Hafnarfjarðarbæjar og velferðarráðuneytisins um nýtt hjúkrunarheimili. Hann felur meðal annars í sér að fjárhagslegri óvissu bæjarins um reksturinn er eytt, leiguverð er bænum hagstæðara og endanlegur samningur um tækjabúnað liggur fyrir í upphafi. Hönnun hjúkrunarheimilisins er í fullum gangi, frá fyrsta opnunardegi verður öflug stoðþjónusta í næsta nágrenni og sóknarfæri eru falin í því að fjölga hjúkrunarrýmum í Hafnarfirði enn frekar með endurgerð á eldra húsnæði. Bæjarstjóra og embættismönnum er þakkað fyrir að ná þessum mikilvægu úrbótum á samningnum."