Meirihluti bæjarráðs fagnar því að velferðarráðuneytið opnar á umræðu við bæjaryfirvöld um fjölgun hjúkrunarrýma á Sólvangi og felur bæjarstjóra að halda áfram viðræðum við velferðarráðuneytið þar um.
Fulltrúar minnihlutans leggja fram eftirfarandi bókun:
"Með svarbréfi ráðuneytisins er staðfest það sem fulltrúar minnihlutans hafa ítrekað bent á að ekkert hefur legið fyrir um forsendur þess að fjölga hjúkrunarrýmum í tengslum við byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Sólvangi ólíkt því sem haldið var fram í tengslum við þá ákvörðun núverandi meirihluta að hætta við byggingu nýs heimilis sem taka átti í notkun í ársbyrjun 2016."