Fyrirspurn
Tvö ár eru nú liðin frá því að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar stöðvuðu framkvæmdir við hjúkrunarheimili í Skarðshlíð og lögðu til að uppbygging öldrunarþjónstu ætti að eiga sér stað á Sólvangsreit. Hönnun á hjúkrunarheimili í Skarðshlið var þá lokið og áætlað að það gæti opnað í ársbyrjun 2016. Enn bólar ekkert á nýju hjúkrunarheimili í Hafnarfirði og nú hefur fundur í verkefnastjórn ekki verið haldinn í tvo mánuði. Þá hafa ekki borist niðurstöður frá kærunefnd útboðsmála vegna hönnunarútboðs.
Í ljósi þessa óska fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna eftir upplýsingum um stöðu verkefnisins og framkvæmdaáætlun.