Sólvangur, hjúkrunarheimili á Sólvangssvæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1760
17. febrúar, 2016
Annað
Fyrirspurn
Staða verkefnisins. Frestað á fundi bæjarstjórnar 3.febr. sl.
Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir leggur fram dagskrártillögu um að umræðu um þennan dagskrárlið verði frestað til næsta fundar bæjarstjórnar.
Tillagan er samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Svar

Til máls tekur bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

Til máls tekur forseti Guðlaug Kristjánsdóttir.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Gunnar Axel Axelsson.

Forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn.

Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir ber af sér ámæli, Gunnar Axel Axelsson ber af sér ámæli.

Við fundarstjórn tekur 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir.

Til andsvars við ræðu Gunnars Axels Axelssonar kemur Guðlaug Kristjánsdóttir. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Guðlaug Kristjánsdóttir. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni. Til andsvars við ræðu Gunnars Axels Axelssonar kemur Helga Ingólfsdóttir.

Við fundarstjórn tekur forseti bæjarstjórnar Guðlaug Kristjánsdóttir.

Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari Helgu Ingólfsdóttur. Til andsvars öðru sinni kemur Helga Ingólfsdóttir. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kemur til andsvars. Gunnar Axel Axelsson svavar andsvari. Bæjarstjóri Haraldur L. Haraldsson kemur til andsvars öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson svarar andsvari öðru sinni.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Adda María Jóhannsdóttir. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir kemur til andsvars. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Helga Ingólfsdóttir. Adda María Jóhannsdóttir svarar andsvari öðru sinni.

Adda María Jóhannsdóttir tekur til máls og leggur fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna harma þá stöðu sem upp er komin varðandi uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis. Í stað þess að starfsemi nýs hjúkrunarheimilis væri um það bil að hefjast í Skarðshlíð er ljóst að málið er á byrjunarreit. Það er með öllu óljóst hvort og þá hvenær nýtt hjúkrunarheimili muni rísa á Sólvangsreit. Það hefur reynst stór fórn fyrir bæjarbúa að slá af vinnu við hjúkrunarheimili í Skarðshlíð og fresta þannig uppbyggingu á nýju hjúkrunarheimili um ófyrirsjáanlega langan tíma ... Á meðan búa íbúar Sólvangs við ófullnægjandi aðstæður sem ekki mæta nútímakröfum um aðbúnað á hjúkrunarheimilum. Gunnar Axel Axelsson,Ófeigur Friðriksson, Adda María Jóhannsdóttir og Sverrir Garðarsson.

Fundarhlé kl. 16:38, fundi framhaldið kl. 16:50

Til máls tekur Helga Ingólfsdóttir og leggur fram eftirfarandi bókun frá fulltrúm Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar:

Nú eru framkvæmdir að hefjast og mun nýtt hjúkrunarheimili taka til starfa vorið 2018. Verkefnastjórn um bygginginguna er áfram skipuð fulltrúum allra flokka auk þess sem Öldungaráð Hafnarfjarðar og Félag eldri borgara í Hafnarfirði eiga þar fulltrúa. Nýtt húkrunarheimili verður byggt samkvæmt nútímakröfum um einstaklingsrými og virðingu fyrir íbúum í samræmi við samning velferðarráðuneytisins og mun festa Sólvang í sessi sem öldrunarmiðstöð Hafnarfjarðar. Lögð verður áhersla á að samhliða uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis verði áfram leitað eftir samningum um 20 viðbótarrými umfram það sem áður var lagt upp með sem munu þá ganga á biðlista. Rósa Guðbjartsdóttir, Kristinn Andersen, Unnur Lára Bryde, Ólafur Ingi Tómasson, Helga Ingólfsdóttir, Guðlaug Kristjánsdóttir og Einar Birki Einarsson.