Samningur, yfirdráttur, lán
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1819
23. janúar, 2019
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð bæjarrráðs frá 17.janúar sl. Lagt fram minnisblað um hækkun yfirdráttarheimildar um 200 millj. kr.
Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálsviðs mætir til fundarins.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja eftirfarandi bókun:
"Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir hér með uppfærðan samning um yfirdráttarlán við Íslandsbanka að fjárhæð 600 milljónir króna. Jafnaframt er samþykkt að hækka tímabundið, eða til 19. apríl 2019, yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka um 200 milljónir króna þannig að hún verði alls 800 milljónir króna. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita við Íslandsbanka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast samningnum."
Svar

Ágúst Bjarni Garðarsson tekur til máls.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðarkaupstaðar samþykkir með 10 greiddum atkvæðum hér með uppfærðan samning um yfirdráttarlán við Íslandsbanka að fjárhæð 600 milljónir króna. Jafnaframt er samþykkt að hækka tímabundið, eða til 19. apríl 2019, yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka um 200 milljónir króna þannig að hún verði alls 800 milljónir króna. Jafnframt er Rósu Guðbjartsdóttur, kennitala 291165-3899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Hafnarfjarðarkaupstaðar að undirrita við Íslandsbanka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast samningnum.

Guðlaug Kristjánsdóttir situr hjá við atkvæðagreiðsluna.