Lagt fram rekstraruppgjör fyrir janúar til júní 2016. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir á fundinn.
Bókanir og gagnbókanir
Samfylking
Við fögnum því að vinna síðustu ára sé að skila árangri, sem ekki síst má þakka þeirri markvissu endurskipulagningu og endurfjármögnun langtímalána sem fram fór á síðasta kjörtímabili. Það er ánægjulegt að afkoma bæjarins batni en við bendum á að skatttekjur hækka um 22% milli ára á sama tíma og laun hækka einungis um 9,6%. Það vekur líka athygli að á sama tíma og viðsnúningur er að verða í rekstrinum sé ráðist í uppsagnir og sársaukafullar lokanir á leikskólaúrræðum á grundvelli slæmrar stöðu sveitarfélagsins, nú síðast í maí. Það verður ekki bæði sleppt og haldið í málflutningi.
Sjálfstæðisflokkur, Framtíð
Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðarbæjar fyrir fyrstu sex mánuði ársins sýnir þau umskipti sem orðið hafa í rekstri bæjarins og batnandi fjárhagsstöðu. Þar skipta miklu þær hagræðingaraðgerðir sem farið hafa fram í rekstrinum, en við þær var haft að leiðarljósi að tryggja eða efla þjónustustig við íbúa, sem gengið hefur eftir.