Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2016
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3436
14. júní, 2016
Annað
Fyrirspurn
Viðauki við fjárhagsáætlun 2016 lagður fram. Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir á fundinn
Svar

Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.


Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna gera athugasemdir við þá forgangsröðun fjármuna sem kemur fram í viðauka við fjárhagsáætlun 2016 og birtist í framlagi til stofnun einkaskóla. Áður hefur verið bókað í fræðsluráði að finnist svigrúm innan fjárheimilda til þess að auka framlög til skólamála teljum við brýnt að forgangsraðað sé í þágu þeirra grunnskóla sem sveitarfélagið rekur sjálft áður en ráðist er í slíkt verkefni.


Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar Framtíðar leggja fram svohljóðandi bókun:

Forgangsröðun fjármuna birtist með þeim hætti í viðauka við fjárhagsáætlun, að 29 milljón krónum sem áætlað var að verja í greiðslur til sjálfstætt starfandi skóla er áfram varið til sjálfstætt starfandi skóla.
Nýting 40 milljón króna aukins svigrúms til kennsluúthlutunar í grunnskólum endurspeglar forgangsröðun til öflugs skólastarfs í bænum.


Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna benda á að þær 40 milljónir sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar nefna hér eru ekki til ráðstöfunar. Það að hætta við niðurskurð tímabundið er ekki það sama og gefa innspýtingu til skólamála. Þetta er villandi framsetning og í besta falli rangtúlkun.

Bókanir og gagnbókanir
  • Samfylking
    Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna benda á að þær 40 milljónir sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar nefna hér eru ekki til ráðstöfunar. Það að hætta við niðurskurð tímabundið er ekki það sama og gefa innspýtingu til skólamála. Þetta er villandi framsetning og í besta falli rangtúlkun.