Bæjarstjóri gerði grein fyrir kostnaði vegna úttektar sem fram hefur farið á rekstri bæjarins:
Úttekt R3 ráðgjöf vegna fjölskylduþjónustu 3.417.500
Úttekt Capacent vegna annarra sviða 8.225.000
Samtals úttekt vegna rekstur bæjarsjóðs 11.642.500
Úttekt Capacent vegna hafnar 3.052.000
Úttekt R3 ráðgjöf vegna íþróttamála 1.562.500
Samtals úttekt vegna sviða, íþróttamála og hafnar 16.257.000
Á síðasta ári gerði Capacent samanburð á kostum og göllum þess að staðsetja hjúkrunarheimili við Sólvang eða Skarðshlíð kostnaður við þá úttekt nam samtals 1.700.000 kr.
Fulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað:
Samkvæmt framlögðum gögnum nema viðskipti Hafnarfjarðarbæjar við ráðgjafafyrirtækin R3 og Capacent tæpum 18 milljónum króna sl. 12 mánuði.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar óska bókað:
Kostnaður vegna úttekta undanfarna mánuði á rekstri bæjarins, hafnarinnar sem og samskipta við íþróttafélög er sem hér segir:
Rekstrarúttekt (Capacent og R3 samtals): 11.642.500
Höfnin: 3.052.000
Íþróttaskýrsla: 1.562.500.
Til samanburðar má nefna að ráðgjöf vegna Áfram verkefnisins sem unnin var fyrir fjölskyldusvið árið 2014, kostaði rúmar 16 milljónir á meðan nýleg rekstrarúttekt á öllum sviðum bæjarins nam innan við 12 milljónum.
Sé heildarkostnaðurinn settur í samhengi þá nam hann síðustu 12 mánuði um 140 milljónum, en sambærileg tala fyrir árið 2014 var 252 milljónir, þar af greiðslur til HF verðbréfa upp á um 140 milljónir. Einn samningur frá árinu 2014 var því jafnstór og síðustu 12 mánuðir í heild.