STH ályktun vegna skipulagsbreytinga hjá Hafnarfjarðarbæ
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 9 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3412
16. júlí, 2015
Annað
Fyrirspurn
Tekin til umfjöllunar ályktun stjórnar STH vegna skipulagsbreytinga hjá Hafnarfjarðarbæ.
Svar

Kynnt.

Fulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað:
„Bæjarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna taka undir ályktun starfsmannafélags Hafnarfjarðar þar sem vinnubrögð við skipulagsbreytingar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar eru gagnrýnd harkalega. Fólki hefur verið tilkynnt á sumarleyfistíma, munnlega um niðurlagningu og tilfærslur starfa án upplýsinga um nýjar starfslýsingar, starfskjör eða starfslok. Er það einnig algerlega óforsvaralegt að enn hafa starfsmenn ekki fengið skriflega uppsögn eða skriflegar tilkynningar þar um.“