Lyngbarð 2, stöðuleyfi fyrir geymslugám
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa nr. 603
9. mars, 2016
Annað
Fyrirspurn
Skipulags- og byggingarráð veitti 8.9. 2015 stöðuleyfi fyrir gám að Lyngbarði 2 sem rann út 31.12.2015. Með bréfi dags. 12.02.2016 var eigandi beðinn um að fjarlægja gáminn hið fyrsta en ekki hefur verið brugðist við því.
Svar

Í samræmi við 56. grein laga um mannvirki nr.160/2010 verða lagðar dagsektir á Steinþór Einarsson, 20.000kr á dag, frá og með 1. apríl 2016, hafi gámurinn ekki verið fjarlægður fyrir þann tíma.