Ekki er hægt að verða við erindinu, þar sem aðeins er heimilt að víkja frá skipulagi ef frávikið telst smávægilegt og sýnt er fram á að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Sjá 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Umsækjanda er heimilt að óska eftir að vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 38. grein skipulagslaga.