Miðbær, bílastæði
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1781
1. mars, 2017
Annað
Fyrirspurn
11.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 23. febr.sl. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þ. 15. febr. sl. reglur um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar. Lagt til að fela skipulags- og umhverfisþjónustu að koma með tillögu að úrvinnslu málsins. Bæjarráð samþykkir að fela skipulags- og umhverfisþjónustu að gera tillögu að úrvinnslu málsins. Áheyrnarfulltrúi Vinstri Grænna lagði fram svohljóðandi bókun: Fulltrúi Vinstri grænna furðar sig á því að nú liggi fyrir í Bæjarráði tillaga um að fela skipulags- og umhverfisþjónustu að koma með tillögu um „skífubílastæði“ eins og boðað var í fundargerð sem nú hefur verið breytt í að fela skipulags- og umhverfisþjónustu að gera tillögu að málinu. Við samþykkt Bæjarstjórnar á samþykkt um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar sem lögð var fram á síðasta Bæjarstjórnarfundi og unnin var að tillögu fulltrúa meirihluta Sjálfstæðismanna og Bjartrar framtíðar, kannaðist enginn í meirihlutanum við að til stæði að setja stöðumæla og skífustæði því engin ákvörðun lægi fyrir. Nú hinsvegar liggur einmitt fyrir tillaga um að skoða Skífustæði. Fulltrúi Vinstri grænna bókar einnig aftur bókun frá síðasta bæjarstjórnarfundi, þann 15. febrúar 2017, svohljóðandi: Fulltrúi Vinstri grænna furðar sig á því að Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skuli samþykkja samþykkt um Bílastæðasjóð Hafnarfjarðar, þar sem kveðið er á um stofnun Bílastæðasjóðs Hafnarfjarðar og eru m.a. í samþykktinni ákvæði um klukkustæði og stöðumælastæði og heimildir til gjaldtöku vegna bílastæða í Hafnarfirði, án þess að tekin hafi verið um það sérstök ákvörðun og hvað þá tekin vitsmunaleg og fagleg umræða með aðkomu almennings um hvort eigi að hefja gjaldtöku bílastæða í Hafnarfirði eða ekki.
Svar

Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir tekur til máls. 1. varaforseti Adda María Jóhannsdóttir tekur við fundarstjórn. Til andsvars kemur bæjarfulltrúi Rósa Guðbjartsdóttir. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Forseti Guðlaug Kristjánsdóttir tekur við fundarstjórn. Bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir kemur að andsvari. Bæjarfulltrúi Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur upp í andsvar. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari öðru sinni. Bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson kemur upp í andsvar öðru sinni. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir svarar andsvari öðru sinni.