Tillagan er felld með 3 atkvæðum Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar.
Fulltúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar óska bókað:
Tillögur ráðgjafa vegna rekstrarúttektar hafa verið settar í farveg faglegrar og lýðræðislegrar umfjöllunar í viðeigandi ráðum, nefndum og/eða hjá stjórnsýslu bæjarins samkvæmt hefðbundnu vinnulagi.
Hvert og eitt ráð eða nefnd metur hvenær og hvernig hefðbundinn samráðsvettvangur (t.d. ráðgjafaráð í málefnum fatlaðra, áheyrnarfulltrúar foreldra í fræðsluráði, fulltrúar skólasamfélagsins o.s.frv.) er víkkaður út, allt eftir eðli hvers máls fyrir sig.
Fulltrúar Samfylkingar og VG óska bókað:
Ólíkt því sem fram kemur í bókun meirihlutans hafa ráð og nefndir sveitarfélagsins ekki fengið tillögur utankomandi rággjafa til umfjöllunar áður en þær hafa verið lagðar fram til samþykktar í bæjarstjórn. Ekki hefur heldur verið leitað eftir umsögnum fag- eða hagsmunaaðila í þeim málum sem nú þegar hafa verið teknar ákvarðanir um.
Á síðasta bæjarstjórnarfundi lögðu fulltrúar minnihlutans fram tillögu um hvernig mætti haga framhaldi vinnu við yfirferð þeirra tillagna sem fram koma í skýrslum ráðgjafafyrirtækjanna og tryggja bætt samráð og lýðræðislegri vinnubrögð. Í umræðum í bæjarstjórn kom fram skýr andstaða fulltrúa meirihlutans við tillöguna og því óskiljanlegt með öllu hvaða tilgangi það átti að þjóna að vísa tillögunni til bæjarráðs.