Sörli, hestamannafélag, deiliskipulagsbreyting
Síðast Samþykkt á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1806
23. maí, 2018
Annað
Svar

4. 1509436 - Sörli, hestamannafélag, deiliskipulagsbreyting.12.liður úr fundargerð skipulags- og byggingaráðs frá 15.maí sl.
Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 3. október 2017 breytingu á deiliskipulagi fyrir Sörlasvæðið og að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Auglýsingatíma er lokið. Athugasemdir bárust.
Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 1. mars 2018.
Tekið fyrir að nýju en afgreiðslu málsins var frestað á fundi ráðsins þann 6. mars 2018 og 30. apríl 2018. Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu.

Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 01.03.2018 og að málinu verði lokið í samræmi við 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar samanber 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sitja hjá og óska bókað:

Við teljum að ekki væri um bílastæðavandamál að ræða ef núverandi bílastæði væru ekki nýtt undir kerrur, vagna ofl. Með vísan til innkomna athugasemda varðandi það að ekki sé þörf á fjölgun bílastæða, þá erum við ekki sammála umsögn sviðsins um aukning bílastæða sem segir „...einungis um 30 stæði“. Því það samsvarar aukningu um uþb. 400 fermetrar af landi undir bílastæði. En aukning bílastæða mun augljóslega valda óþarfa jarðraski. Til þess að svæðið og starfsemi Sörla nái að blómstra vonumst við eftir betri og farsælli lausn.Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson og því næst Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir.

Til máls tekur Borghildur Sturludóttir einnig Adda María Jóhannsdóttir og leggur hún til að málinu verði frestað framyfir kosningar. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Adda María svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ólafur Ingi. Adda María svarar andsvari öðru sinni.

Til máls tekur Gunnar Axel Axelsson. Til andsvars kemur Ólafur Ingi Tómasson. Gunnar Axel svarar andsvari. Til andsvars öðru sinni kemur Ólafur Ingi.

Forseti ber upp tillögu um frestun málsins framyfir kosningar og er tillagan felld með 5 atkvæðum gegn 5 og 1 greiðir ekki atkvæði.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs með 10 atkvæðum og að málinu verði lokið í samræmi við 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einn greiðir ekki atkvæði.