Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 01.03.2018 og að málinu verði lokið í samræmi við 42 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar samanber 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sitja hjá og óska bókað:
Við teljum að ekki væri um bílastæðavandamál að ræða ef núverandi bílastæði væru ekki nýtt undir kerrur, vagna ofl. Með vísan til innkomna athugasemda varðandi það að ekki sé þörf á fjölgun bílastæða, þá erum við ekki sammála umsögn sviðsins um aukning bílastæða sem segir „...einungis um 30 stæði“. Því það samsvarar aukningu um uþb. 400 fermetrar af landi undir bílastæði. En aukning bílastæða mun augljóslega valda óþarfa jarðraski. Til þess að svæðið og starfsemi Sörla nái að blómstra vonumst við eftir betri og farsælli lausn.