Íþróttafélög, þjónustusamningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1780
15. febrúar, 2017
Annað
Fyrirspurn
6.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 26.jan.sl. Frestað á fundi bæjarstjórnar 1.febr. sl.
Lagður fram til afgreiðslu kaupsamningur við FH um kaup á hluta af Risanum og Dvergnum.
Viðar Halldórsson frá FH og Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi koma á fundinn.
Fram kom á fundinum að fyrirliggjandi samningsdrög væru sameiginleg niðurstaða eftir viðræður fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar og Fimleikafélags Hafnarfjarðar.
Bæjarráð vísar fyrirliggjandi samningsdrögum til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Lögð fram tillaga um að fresta afgreiðslu málsin til næsta fundar og hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.
Svar

Áður en til umræðu um þennan lið kom lagði forseti fram tillögu um að málinu yrði vísað frá fundinum, þar sem enn væri verið að vinna að málinu og niðurstaða þeirrar vinnu liggur ekki fyrir. Dagskrártillagan er samþykkt með 7 atkvæðum gegn 4.

Kristinn Andersen gerir grein fyrir atkvæði sínu, með bókun: "Ég greiði því atkvæði að málið sé tekið af dagskrá þessa fundar núna, til þess að gefa svigrúm til að vinna það betur og ná farsælli niðurstöðu". Einnig gerði Kristín María Thoroddsen, Unnur Lára Bryde og Adda María Jóhannsdóttir grein fyrir atkvæðum sínum.

Til máls tekur bæjarfulltrúi Ólafur Ingi Tómasson um fundarsköp, einnig bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir. Til máls tekur Helga Ingóolfsdóttir um fundarsköp öðru sinni. Til máls tekur Adda María Jóhannsdóttir um fundarsköp.

Forseti

Til máls tekur Ólafur Ingi Tómasson um fundarsköp öðru sinni. Einnig bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir og þá bæjarfulltrúi Helga Ingólfsdóttir.

Bæjarfulltrúar Ólafur Ingi Tómasson, Kristín María Thoroddsen, Unnur Lára Bryde og Helga Ingólfsdóttir leggja fram eftirfarandi bókun:

Fundarhlé kl. 14:49.

Fundur hefst að nýju kl. 14:55.

Bæjarfulltrúar Ólafur Ingi Tómasson, Kristín María Thoroddsen, Unnur Lára Bryde og Helga Ingólfsdóttir leggja fram nýja og breytta bókun í stað fyrri bókunar: "Samþykkt um frávísun á málinu er óskiljanleg og óeðlileg stjórnsýsla að málið sé ekki tekið til umræðu og afgreiðslu. Eðlilegra er að málinu sé vísað til Bæjarráðs aftur með viðeigandi rökstuðningi."