Bæjarráð leggur áherslu á að hugtakið iðkandi sé skilgreint í samningstexta, óháð því hvaða mælitæki er notað til að meta iðkendafjölda hjá félögum. Mögulegar útfærslur á innleiðingu gæðaviðmiða ÍSÍ í samningstexta verði skoðaðar til viðbótar við gæðaákvæði tengd barnaverndarsjónarmiðum, félagslegum jöfnuði og fleiru sem þegar hefur verið sett fram í ákvæðum Hafnarfjarðarbæjar.