Einar Birkir Einarsson tók til máls og óskar bókað:
Samantekt og greining ráðgjafafyrirtækisins R3 á samningum Hafnarfjarðarbæjar við íþróttafélög í bænum síðastliðin tíu ár var kynnt fyrir kjörnum fulltrúum og forsvarmönnum ÍBH, þann 9. júní sl. og skýrslan birt í kjölfarið á vef Hafnarfjarðarbæjar og því öllum aðgengileg. Á liðnum mánuðum fóru þessu til viðbótar fram eftirtaldar kynningar og umræður á opinberum vetvangi um málið:
1. Skýrsla ráðgjafafyrirtækisins var lögð fram í Fjölskylduráði (sem fór með málið á þeim tíma ) þann 19. júní og tekin til þar til umræðu, þann 3. júlí sl.2.
2. Þá var sama skýrsla kynnt í Fræðsluráði, þann 9.september.
3. Hugmyndafræði nýrra þjónustu- og rekstrarsamninga milli bæjarins og íþróttafélaganna var síðan kynnt fyrir íþróttafélögum/framkvæmdastjórn IBH, þann 29. september.
4. Hugmyndafræði nýrra þjónustu- og rekstrarsamninga kynnt íþrótta- og tómstundanefnd, þann 2. október.
5. Kynning á vinnu við endurskoðun þjónustusamninga við íþróttafélögin í bænum og drög að rekstrarsamningi við Björk kynnt í Fræðsluráði, þann 7. október.
6. Rekstrarsamningur við íþróttafélagið Björk kynntur í íþrótta- og tómstundanefnd, þann 16. október.
7. Rekstrarsamningur við íþróttafélagið Björk kynntur í Fræðsluráði, þann 21. október.
8. Fræðsluráð samþykkti fyrir sitt leyti rekstrarsamning við íþróttafélagið Björk á fundi ráðsins, þann 26. október sl.
Adda María Jóhannsdóttir tók til máls.Einar Birkir Einarsson kom í andsvar. Sverrir Garðarson tók til máls.Einar Birkir Einarsson kom í andsvar. Sverrir Garðarson kom í andsvar. Einar Birkir Einarsson kom í andsvar öðru sinni. Sverrir Garðarson kom í andsvar öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson kom í andsvar við ræðu Sverris Garðarssonar. Sverrir Garðarson kom í andsvar.Ólafur Ingi Tómasson kom í andsvar öðru sinni.Sverrir Garðarson kom í andsvar öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson tók til máls.Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Ófeigur Friðriksson tók til máls. Einar Birkir Einarson kom í andsvar.Ófeigur Friðriksson svarar andsvari. Ólafur Ingi Tómasson tók til máls.Einar Birkir Einarsson kom í andsvar. Kristinn Andersen 2.varaforseti tók við stjórn fundarins. Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom í andsvar. Adda María Jóhannsdóttir kom í andsvar. Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins á ný. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri tók til máls og lagði til breytingu á timalengd samningsins:
Samningur þessi tekur gildi 1. janúar 2016 og gildir til 31. desember 2016. Eftir þann tíma framlengist samningurinn sjálfkrafa þar til annar hvor samningsaðili óskar eftir endurskoðun/uppsögn með sex mánaða fyrirvara.
Gunnar Axel Axelsson tók til máls.
Forseti bar upp tillögu bæjarstjóra.
Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 7 atkvæðum, 4 sátu hjá
Forseti bar upp samninginn með áorðnum breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn með áorðnum breytingum með 7 atkvæðum og 4 sitja hjá.
Adda María Jóhannsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúar Samfylkingar lýsa ánægju með vinnu við gerð þjónustusamninga um rekstur íþróttamannvirkja og að byggt sé á kröfulýsingu sem unnin var á síðasta kjörtímabili. Leggjumst við ekki gegn því að samið verði við íþróttafélög um slík verkefni og teljum að ef rétt er að staðið geti það leitt til töluverðrar samþættingar í rekstri og ávinnings fyrir báða aðila. Í ljósi yfirstandandi heildarendurskoðunar gildandi þjónustusamninga við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og önnur íþróttafélög í Hafnarfirði teljum við hins vegar að svo stöddu ekki tímabært að gera fyrirliggjandi samning. Sitjum við því hjá við afgreiðsluna.