Fimleikafélagið Björk, rekstrarsamningur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 8 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1754
28. október, 2015
Annað
Fyrirspurn
1.liður úr fundargerð FRÆH frá 26.okt. sl. Frá síðasta fundi Drög að rekstrarsamningi við fimleikafélagið Björk tekinn til afgreiðslu.
Fræðsluráð samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi samning og vísar honum til bæjarstjórnar.Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá.
Fulltrúar Samfylkingar óskar bókað:
Undirrituð telur sig ekki hafa forsendur til að samþykkja fyrirliggjandi drög að rekstrarsamningi við fimleikafélagið Björk að svo stöddu. Málið hefur ekki fengið nægjanlega kynningu auk þess sem eðlilegt væri að það fengi umræðu í umhverfis- og framkvæmdaráði sem fer alla jafna með rekstur fasteigna bæjarins. Þá tel ég einnig óvænlegt að taka einstaka rekstrarsamninga fyrir nú á meðan heildarendurskoðun allra þjónustu- og rekstrarsamninga við íþróttafélög bæjarins er ekki að fullu lokið.
Svar

Einar Birkir Einarsson tók til máls og óskar bókað:
Samantekt og greining ráðgjafafyrirtækisins R3 á samningum Hafnarfjarðarbæjar við íþróttafélög í bænum síðastliðin tíu ár var kynnt fyrir kjörnum fulltrúum og forsvarmönnum ÍBH, þann 9. júní sl. og skýrslan birt í kjölfarið á vef Hafnarfjarðarbæjar og því öllum aðgengileg. Á liðnum mánuðum fóru þessu til viðbótar fram eftirtaldar kynningar og umræður á opinberum vetvangi um málið:

1. Skýrsla ráðgjafafyrirtækisins var lögð fram í Fjölskylduráði (sem fór með málið á þeim tíma ) þann 19. júní og tekin til þar til umræðu, þann 3. júlí sl.2.
2. Þá var sama skýrsla kynnt í Fræðsluráði, þann 9.september.
3. Hugmyndafræði nýrra þjónustu- og rekstrarsamninga milli bæjarins og íþróttafélaganna var síðan kynnt fyrir íþróttafélögum/framkvæmdastjórn IBH, þann 29. september.
4. Hugmyndafræði nýrra þjónustu- og rekstrarsamninga kynnt íþrótta- og tómstundanefnd, þann 2. október.
5. Kynning á vinnu við endurskoðun þjónustusamninga við íþróttafélögin í bænum og drög að rekstrarsamningi við Björk kynnt í Fræðsluráði, þann 7. október.
6. Rekstrarsamningur við íþróttafélagið Björk kynntur í íþrótta- og tómstundanefnd, þann 16. október.
7. Rekstrarsamningur við íþróttafélagið Björk kynntur í Fræðsluráði, þann 21. október.
8. Fræðsluráð samþykkti fyrir sitt leyti rekstrarsamning við íþróttafélagið Björk á fundi ráðsins, þann 26. október sl.


Adda María Jóhannsdóttir tók til máls.Einar Birkir Einarsson kom í andsvar. Sverrir Garðarson tók til máls.Einar Birkir Einarsson kom í andsvar. Sverrir Garðarson kom í andsvar. Einar Birkir Einarsson kom í andsvar öðru sinni. Sverrir Garðarson kom í andsvar öðru sinni. Ólafur Ingi Tómasson kom í andsvar við ræðu Sverris Garðarssonar. Sverrir Garðarson kom í andsvar.Ólafur Ingi Tómasson kom í andsvar öðru sinni.Sverrir Garðarson kom í andsvar öðru sinni. Gunnar Axel Axelsson tók til máls.Helga Ingólfsdóttir tók til máls. Ófeigur Friðriksson tók til máls. Einar Birkir Einarson kom í andsvar.Ófeigur Friðriksson svarar andsvari. Ólafur Ingi Tómasson tók til máls.Einar Birkir Einarsson kom í andsvar. Kristinn Andersen 2.varaforseti tók við stjórn fundarins. Guðlaug Kristjánsdóttir tók til máls. Gunnar Axel Axelsson kom í andsvar. Adda María Jóhannsdóttir kom í andsvar. Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórn fundarins á ný. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri tók til máls og lagði til breytingu á timalengd samningsins:
Samningur þessi tekur gildi 1. janúar 2016 og gildir til 31. desember 2016. Eftir þann tíma framlengist samningurinn sjálfkrafa þar til annar hvor samningsaðili óskar eftir endurskoðun/uppsögn með sex mánaða fyrirvara.
Gunnar Axel Axelsson tók til máls.
Forseti bar upp tillögu bæjarstjóra.
Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 7 atkvæðum, 4 sátu hjá
Forseti bar upp samninginn með áorðnum breytingum.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn með áorðnum breytingum með 7 atkvæðum og 4 sitja hjá.
Adda María Jóhannsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu.

Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja fram eftirfarandi bókun:
Bæjarfulltrúar Samfylkingar lýsa ánægju með vinnu við gerð þjónustusamninga um rekstur íþróttamannvirkja og að byggt sé á kröfulýsingu sem unnin var á síðasta kjörtímabili. Leggjumst við ekki gegn því að samið verði við íþróttafélög um slík verkefni og teljum að ef rétt er að staðið geti það leitt til töluverðrar samþættingar í rekstri og ávinnings fyrir báða aðila. Í ljósi yfirstandandi heildarendurskoðunar gildandi þjónustusamninga við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar og önnur íþróttafélög í Hafnarfirði teljum við hins vegar að svo stöddu ekki tímabært að gera fyrirliggjandi samning. Sitjum við því hjá við afgreiðsluna.