Ásvellir, uppbygging
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 1891
8. júní, 2022
Samþykkt
Fyrirspurn
5.liður úr fundargerð bæjarráðs frá 13.maí sl. Útboð 1. áfangi, til afgreiðslu Bæjarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að undirbúa útboð á fyrsta áfanga knatthúss Hauka.
Bæjarráð samþykkir að ráðist verði í útboð á 1. áfanga knatthúss Hauka í samræmi við fyrirliggjandi útboðs- og verkskilmála. Við útboðið áskilur sveitarfélagið sér rétt til þess að hafna öllum tilboðum yfir framlagðri kostnaðaráætlun. Það verður nýkjörinnar bæjarstjórnar að taka afstöðu til þess hvort og þá hvaða tilboði verður tekið að afloknu útboði.
Málinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Svar

Árni Rúnar Þorvaldsson tekur til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu bæjarráðs.

Sigrún Sverrisdóttir kemur að svohljóðandi bókun:

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar styðja framgang þess máls og við erum því samþykk því að staðfesta ákvörðun bæjarráðs frá 13. maí sl. Málið er í raun ennþá byrjunarreit og ekkert hefur breyst fá því fulltrúar bæjarráðs voru boðaðir til skyndifundar föstudaginn 13. maí nokkrum klukkustundum áður en kosningar til sveitarstjórna hæfust með minnsta löglega fyrirvara til þess að samþykkja að setja uppbyggingu knatthúss Hauka í útboð. Það er því hjákátlegt að við séum stödd á fyrsta fundi bæjarstjórnarfundi nýrrar bæjarstjórnar og útboðið er enn ekki komið í auglýsingu. Það staðfestir það sem kom fram í málflutningi Öddu Maríu Jóhannsdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarráði á síðasta kjörtímabili um að hér var fyrst og fremst um sýndartillögu að ræða á lokametrum síðasta kjörtímabils til þess að slá ryki í augu kjósenda og fela vandræðagang meirihlutans í þessu máli. Að öðru leyti vísum við í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarráði 13. maí.