Ásvellir, uppbygging
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarráð nr. 3536
16. janúar, 2020
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og Knattspyrnufélagsins Hauka.
Lögð fram drög að erindisbréfi.
Til afgreiðslu.
Svar

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi samkomulag og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Adda María Jóhannsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun:
Í ljósi þeirra athugasemda sem Skipulagsstofnun hefur gert við aðalskipulagstillögu vegna uppbyggingar á Ásvöllum telur fulltrúi Samfylkingarinnar rétt að beðið verði með að afgreiða samkomulagið sem hér um ræðir þar til brugðist hefur verið við þeim.
Ósk um frest á afgreiðslunni á þeim forsendum var hafnað og situr undirrituð því hjá við afgreiðsluna. Það sætir nokkurri furðu að áhersla sé á að afgreiða samkomulagið með slíkum flýti að það megi ekki bíða þar til athugasemdunum hefur verið svarað, ekki síst í ljósi þess að fyrir réttum mánuði lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra fram fjárhagsáætlun sem gerir ekki ráð fyrir neinu fjármagni í uppbyggingu íþróttamannvirkja á árinu 2020.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka eftirfarandi:
Í greinargerð með fjárhagsáætlun 2020 kemur það skýrt fram að framkvæmdir við nýtt knatthús á Ásvöllum muni hefjast í takt við tekjur af sölu lóða á svæðunum. Fyrirliggjandi samkomulag er því í fullu samræmi við fjárhagsáætlun og áform núverandi meirihluta.