Flensborgarhöfn, aðgengi að svæðinu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 6 árum síðan.
Skipulags- og byggingarráð nr. 382
20. október, 2015
Annað
Fyrirspurn
Lagt fram erindi Önnu Maríu Karlsdóttur f.h. Íshúss Hafnarfjarðar, sent í töluvpósti 12. október 2015, varðandi aðgengi að svæðinu við smábátahöfnina og gamla íshúsið.
Svar

Vinna við endurskoðun skipulags Flensborgarhafnar stendur yfir. Í ljósi vaxandi starfssemi í Fornubúðum, Íshúsinu og Drafnarhúsi sem dregur að sér aukna umferð akandi og gangandi á svæðið er nauðsynlegt að Hafnarfjarðarbær taki þátt í þeirri mikilvægu og jákvæðu þróun sem á sér stað á þessu svæði með bættu aðgengi. Umferðin er þung og hröð og er slæmt aðgengi að svæðinu til þess fallið að skapa hættu fyrir vegfarendur.

Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu í samráði við Magneu Guðmundsdóttur, arkitekt og verkefnastjóra um skipulag Flensborgarhafnar að koma með tillögur til úrbóta varðandi aðgengi að umræddu svæði.