Skipulags- og byggingarráð ítrekar mótmæli sín vegna lokunar Gamla Álftanesvegar við Herjólfsbraut. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, íbúar í Norðurbæ og í Hleinahverfi og Garðaprýði hafa mótmælt lokuninni harðlega. Minnisblað EFLU sýnir með skýrum hætti umferðaraukningu í íbúðarhverfum eftir lokun vegarins. Skipulags- og byggingarráð skorar á bæjaryfirvöld í Garðabæ að endurskoða ákvörðun sína um lokun vegarins. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að minnisblað EFLU verði kynnt íbúum og að þar verði einnig kynntar mögulegar mótvægisaðgerðir sem gætu verið:
a) Lokun frá Herjólfsbraut inn á Heiðvang
b) Skjólvangur gerður að lokaðri götu, lokað við Herjólfsbraut
c) Lokað á alla umferð úr Garðabæ inn í Hafnarfjörð um Herjólfsbraut
d) Allt ofangreint